top of page
Hestheimar-kids-summer_edited_edited.jpg

SUMMER CAMP CANCELLED IN 2021 DUE TO COVID-19.

We hope to be able to have summer camp next year.  

REIÐNÁMSKEIÐ Í HESTHEIMUM

Reiðnámskeið 2020 í Hestheimum fyrir krakka 7-14 ára. 

  • 14. júni - 19. júni 2020

  • 21. júni - 26. júni 2020

  • 28. júni - 3. júlí 2020

 

Námskeiðsgjald er kr. 65.000 og skal greitt inn á reikning: 0308-26-008008 kt. 0601693739. Vinsamlegast sendið kvittun fyrir greiðslu á reidskolihestheimar@gmail.com.
 

Innifalið í námskeiðsgjaldi er:

  • Reiðkennsla, gisting og fæði alla námskeiðsdagana; morgunmatur, hádegismatur, síðdegiskaffi, kvöldmatur, kvöldhressing og sundferðir.

  • Innifalið er líka hestar, reiðtygi og hjálmar fyrir þá sem það vantar einnig meiga nemendur kom með eigin hesta og reiðtygi ef þeir vilja.

 

Börnin koma í reiðskólann á sunnudagskvöldi milli 19 og 20.30 og eru sótt á föstudegi kl. 14, en þá er foreldrum boðið að þiggja kaffiveitingar. Stúlkur og drengir gista í sitthvorri álmunni, ásamt umsjónaraðilum.
 

Þau þurfa að hafa með sér; reiðfatnað (eða önnur föt sem þola það að vera á hestbaki), góða skó til að nota á hestbaki, vettlinga, inniskó, góð og hlý útiföt fyrir öll veður, sundföt og handklæði, lak á dýnu (90x200), sæng/svefnpoka og kodda, aukafatnað, náttföt, tannbursta og annað snyrtidót. Farið er í sund 1x til 2x í námskeiðsvikunni. Á fimmtudagskvöldi er kvöldvaka og mega börnin taka með sér gos/nammi/snakk til að eiga  á kvöldvökunni. Umsjónarmaður geymir þær veitingar þar til að kvöldvökunni kemur. Ef barnið hefur ofnæmi eða þarf að taka lyf þarf það að koma fram við skráningu.


Athugið að notkun farsíma verður takmörkuð, en börnin geta fengið að hringja heim milli 20-21 á kvöldin, ef nauðsyn ber til. Ef foreldrar þurfa að ná í börnin sín í síma er hægt að hringja í síma 487-6644 eða 898-3038. Reiðskólinn tekur ekki ábyrgð á símum eða öðru dóti eða fatnaði sem börnin taka með sér.


Bestu kveðjur, hlökkum til að sjá ykkur!
Sigurður Sigurðarson, umsjónarmaður reiðnámskeiða í Hestheimum. S. 898-3038

bottom of page